Reid efstur - Woods í gegnum niðurskurðinn

Tiger Woods þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn á 18. holunni í …
Tiger Woods þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn á 18. holunni í gær. AFP

Bandaríkjamaðurinn Patrick Reid er efstur að loknum tveimur hringjum á Masters-mótinu, fyrsta risamóti ársins í golfi í karlaflokki sem fram fer á Augusta-vellinum í Georgíufylki í Bandaríkjunum.

Reid er níu höggum undir pari og lék á sex höggum undir í pari gær.

Ástralinn Marc Leishman er í öðru sæti á sjö höggum undir pari, Svíinn Henrik Stenson á fimm höggum undir pari er svo í þriðja sæti en stórkylfingarnir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Jordan Spieth frá Bandaríkjunum eru jafnir í 4.-5. sæti á fjórum höggum undir pari.

Tiger Woods komst einnig naumlega í gegnum niðurskurðinn og er á fjórum yfir pari. Woods hefur unnið mótið fjórum sinnum.

Spánverjinn Sergio Garcia sem hafði titil að verja komst ekki áfram eftir að hafa leikið 15. holuna á 13 höggum á fyrsta hring. Endaði hann á 15 höggum yfir pari.

Woods fékk þrjá skolla, einn tvöfaldan skolla, tvo fugla og lék á þremur höggum yfir pari og var ekki í neinum vafa hvar leikur hans hefði mátt bera betri í gær.

„Járnaspilið var alls ekki nógu gott í dag. Ég var í vandræðum með þau,“ sagði Woods við blaðamenn eftir hringinn.

„Mér leið vel með dræverinn og púttin þótt ég hafi ekki sett allt niður,“ sagði Woods sem lék á einu höggi yfir pari á fyrsta hringnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert