Sörenstam á ferðinni í Kraganum

Annika Sörenstam var í Mosfellsbæ í gær.
Annika Sörenstam var í Mosfellsbæ í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Sænska goðsögnin Annika Sörenstam er komin til landsins og hitti í gær íslenska kylfinga. Sörenstam var í Mosfellsbænum og afhenti þar verðlaun á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni.

Þaðan hélt hún í Garðabæinn og tók þátt í svokölluðu Stelpugolfi hjá GKG. Þar sýndi hún listir sínar en kenndi einnig kylfingum tökin í tvo klukkutíma.

Í dag mun Sörenstam feta í fótspor Jack Nicklaus og vera með sýningu hjá Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi. Þar sýndi Nicklaus eyjarskeggjum kúnstir fyrir nokkrum áratugum.

Sörenstam er á meðal sigursælustu kylfinga sögunnar en hún fékk hin eftirsóttu Laureus-verðlaun sem íþróttakona ársins í heiminum árið 2004.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert