Góður lokasprettur og Ólafía áfram

Ólafía Þórunn er komin í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía Þórunn er komin í gegnum niðurskurðinn.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í dag í gegnum niðurskurðinn á Meijer LPGA Classic for Simply Give-mótinu í Grand Rapids í Michigan. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Ólafía lék á 72 höggum í dag, eða á pari, og er hún samanlagt á þremur höggum undir pari eftir tvo hringi.

Ólafía fór illa af stað í dag og lék fyrri níu holurnar á hringnum á þremur höggum yfir pari. Hún lék mun betur á síðari níu holunum og fékk örn á 16. holu og fugl á 18. holu og komst hún aftur á þrjú högg undir parið. 

Ólafía er í 42.-55. sæti sem stendur, en það gæti breyst er allir kylfingarnir ljúka leik á öðrum hringnum, Ólafía er hins vegar örugg áfram. Þriðji hringur mótsins fer fram á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert