Guðrún úr leik í Lugo

Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst ekki áfram þrátt fyrir bætta spilamennsku.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst ekki áfram þrátt fyrir bætta spilamennsku. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er úr leik á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open-mótinu í golfi, þrátt fyrir bætta spilamennsku á milli daga. Mótið fer fram í Lugo á Spáni. 

Guðrún lék fyrsta hringinn í gær á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún spilaði á 71 höggi í dag, einu höggi yfir pari og var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. 

Guðrún fékk þrjá fugla, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla í dag. Mótið er hluti af LET Acess-mótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert