„Ég elska þennan völl“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur stendur ágætlega að vígi eftir fyrsta hringinn á Thornberry Creek-mótinu á LPGA-mótaröðinni í gær.

Mótið fer fram í bænum Oneida í Wisconsin og Ólafía fann sig vel á vellinum þar og lék hringinn á 69 höggum, þremur undir pari. Ólafía fékk sex fugla og þrjá skolla á hringnum. Hún er í 54.-79. sæti og þarf að spila vel í dag til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg undir pari.

„Sjálfstraustið var gott og ég var yfirveguð. Ég setti niður góð pútt og ég elska þennan völl. Mér leið mjög vel hérna í fyrra. Það eru góðar og krefjandi holur hérna og svo holur sem gefa færi,“ sagði Ólafía í viðtali við LPGA eftir að hún hafði lokið hringnum í gær.

Katherine Kirk frá Ástralíu lék best allra í gær, á 62 höggum, og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu kom næst á eftir henni á 63 höggum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert