Birgir endaði á sex höggum undir

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék á 71 höggi eða einu höggi undir pari á fjórða og lokahring sínum á Prague Golf Challenge í Tékklandi í dag. Mótið er liður í Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir lýkur því keppni á samanlagt sex höggum undir pari en á hringnum í dag fékk hann fjóra fugla og þrjá skolla. Birgir er í 45.-49. sæti eins og staðan er núna og Englendingurinn Ben Stow er efstur á 18 höggum undir pari en ekki hafa allir lokið keppni.

Axel Bóas­son lék einnig á mót­inu en hann komst ekki í gegn­um niður­skurðinn.

mbl.is