Frábær sigur gegn Ítölum

Karlalandsliðið. Frá vinstri: Jussi Pitkänen, Björn Óskar Guðjónsson (GM), Gísli …
Karlalandsliðið. Frá vinstri: Jussi Pitkänen, Björn Óskar Guðjónsson (GM), Gísli Sveinbergsson (GK), Rúnar Arnórsson (GK), Henning Darri Þórðarson (GK), Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GB), Arnór Ingi Finnbjörnsson. Ljósmynd/golf.is

Íslenska karlalandsliðið í golfi keppir um sæti 9-16 á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Þýskalandi.

Ísland náði frábærum úrslitum í 1. umferð í B-riðlinum með 3/2 sigri gegn Ítalíu. Henning Darri Þórðarson og Björn Óskar Guðjónsson sigruðu 1/0 í sínum leik, Aron Snær Júlíusson vann sinn leik 1/0 og Gísli Sveinbergsson vann sinn leik 2/1. Rúnar Arnórsson tapaði naumlega 2/1 og Bjarki Pétursson tapaði einnig naumlega 2/0.

Á fyrstu tveimur keppnisdögunum var leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin töldu. Ísland endaði í 13. sæti .

Átta efstu liðin komust í A-riðil og eiga möguleika á að vinna til verðlauna, liðin sem enda í sætum 9 eða neðar keppa í B riðli þar sem leikið er um sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert