Andlega hliðin er mikilvægasti þátturinn

Jude O’Reilly og Haraldur Franklín Magnús á The Open Championship …
Jude O’Reilly og Haraldur Franklín Magnús á The Open Championship á Carnoustie-vellinum í Skotlandi á dögunum. Ljósmynd/Páll Ketilsson

Kylfusveinninn Jude O'Reilly reyndist íslenska hópnum þarfur maður þegar Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur komst fyrstur íslenskra karla inn á risamót.

O'Reilly er raunar meira en reyndur kylfusveinn því hann kemur að alls kyns ráðleggingum og þjálfun fyrir atvinnukylfinga.

Morgunblaðið spjallaði við O'Reilly í Carnoustie í Skotlandi á dögunum þegar hann hafði lokið störfum fyrir Harald á The Open Championship. Haraldur og Ingi Rúnar Gíslason golfkennari, sem fylgdi Haraldi til Skotlands, höfðu þá báðir verið ósparir á lofið til handa Íranum. Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, hafði þar hönd í bagga þegar O'Reilly ákvað að aðstoða Harald á The Open.

Sjá viðtal við Jude í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert