Góður hringur hjá Ólafíu Þórunni í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

At­vinnukylf­ing­ur­inn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir lék á 68 höggum eða þremur höggum undir pari á öðrum hringnum á Lacoste Ladies Open de France-mót­inu í golfi í Frakklandi í dag.

Mótið er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri næst­sterk­ustu í heimi. Ólafía fékk fimm fugla á hringum í dag, tvo skolla og lék 11 holur á parinu. Hún lék fyrsta hringinn á pari og er því samtals á þremur höggum undir pari og er örugg í gegnum niðurskurðinn.

Valdís Þóra Jónsdóttir er einnig á meðal keppenda á mótinu. Þegar þetta er skrifað er hún búin að spila 12 holur og hefur leikið þær á parinu. Valdísi gekk illa í gær en hún spilaði hringinn á sjö höggum yfir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is