Valdís bætti sig um tíu högg

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir lék afar vel á öðrum hring sínum á Lacoste Ladies Open de France-mót­inu í golfi í Frakklandi í dag. Hún lék á 68 höggum, þremur höggum undir pari. Það nægði hins vegar ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. 

Slakur hringur Valdísar í gær reyndist dýrkeyptur, en hún lék á 78 höggum og bætti sig því um tíu högg á milli daga. Að lokum var hún þremur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. 

Valdís fékk sex fugla, þrjá skolla og níu pör í dag og lék hún m.a. betur í dag en Nicole Garcia frá Suður-Afríku sem er í efsta sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sig í gegnum niðurskurðinn á sama móti fyrr í dag. 

mbl.is