Ólafía lauk keppni meðal efstu kylfinga

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni í 11.-14. sæti eftir fjórða og síðasta hring sinn á Lacoste Ladies Open de France-mótinu í golfi í dag. Ólafía lék hringinn á 70 höggum eða einu undir pari.

Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari, 71 höggi, lék hún næstu tvo glæsivel eða á 68 höggum. Í dag fékk hún fjóra fugla og þrjá skolla og mátti því sætta sig við 11.-14. sæti keppninnar.

Hin sænska Caroline Hedwall vann keppnina á samanlagt 12 höggum undir pari eftir ótrúlegan lokahring en hún lék á 62 höggum í dag eða níu undir pari.

mbl.is