Rose með eins höggs forskot

Justin Rose.
Justin Rose. AFP

Englendingurinn Justin Rose er með forystu eftir þrjá hringi á BMW Championship-mótinu í golfi.

Rose lék þriðja hringinn í gær á 64 höggum eða sex höggum undir pari og er 17 höggum undir pari í efsta sæti. Hann er einu höggi á undan þeim Xander Schauffele frá Bandaríkjunum og Norður-Íranum Rory McIlroy.

Tiger Woods, sem var í forystu ásamt McIlroy eftir fyrsta hringinn, lék í gær á 66 höggum og 12 höggum undir pari í 11.-15. sæti.

mbl.is