Haraldur á pari eftir fyrsta hring

Haraldur Franklín Magnús lék ágætlega.
Haraldur Franklín Magnús lék ágætlega. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Haraldur Franklín Magnús lék fyrsta hringinn á Ekerum Öland Masters-mótinu í golfi á 72 höggum, eða á pari. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni og er leikið í Svíþjóð.

Hringurinn hjá Haraldi var skemmtilegur, því hann fékk fimm fugla, fimm skolla og aðeins átta pör. Annar hringur mótsins fer fram á morgun og verður skorið niður fyrir þriðja og síðasta hringinn sem leikinn verður á fimmtudaginn. 

Marcus Helligkilde frá Danmörku lék best allra eða á níu höggum undir pari og er hann með tveggja högga forystu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert