Valdís langt frá sínu besta

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir var langt frá sínu besta á öðrum hring á 2. stigi úr­töku­móts fyr­ir LPGA-mótaröðina í golfi í Flórída í dag. Valdís lék á 78 höggum, sex höggum yfir pari og er hún á samanlagt tíu höggum yfir pari eftir tvo hringi. 

Valdís fékk örn á 13. holu og fugl á fyrstu holu en þar fyrir utan var spilamennskan ekki sérstaklega góð. Hún fékk einn skolla, tvo tvöfalda skolla og einn fjórfaldan skolla.

Þriðji hringur mótsins er á morgun og þarf Valdís að spila ótrúlega vel til að eiga einhvern möguleika á að fara á þriðja stig. 

mbl.is