Fyrirliðinn stóð við skrautlegt loforð

Thomas Björn með sigurverðlaunin.
Thomas Björn með sigurverðlaunin. AFP

Danski kylfingurinn Thomas Björn var fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum í Frakklandi í haust. Evrópska liðið vann með 17,5 vinningum gegn 10,5 vinningum bandaríska liðsins. 

Á blaðamannafundi í kjölfar sigursins kom í ljós að Björn lofaði liðsfélögum sínum að hann myndi fá sér húðflúr, færi svo að Evrópa myndi standa uppi sem sigurvegari. 

Björn, sem er 47 ára gamall, stóð að sjálfsögðu við loforðið eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Hann fékk sér minnisvörð um sigurinn á rassinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert