Tiger í vandræðum (myndband)

Tiger Woods lenti í vandræðum á fyrstu holu.
Tiger Woods lenti í vandræðum á fyrstu holu. AFP

Tiger Woods byrjaði ekki vel á Mexico Championship-mótinu í golfi í gær. Fyrsta höggið hans á mótinu fór of langt til vinstri og endaði út af vellinum. Annað höggið endaði á svipuðum stað, en rétt slapp inn á völlinn. 

Hrakfarir Tigers héldu áfram því boltinn hafnaði fyrir aftan tré eftir annað höggið og komst hann ekki inn á flötina. Tiger endaði í kjölfarið í glompu. Að lokum náði hann góðu glompuhöggi og bjargaði skrambanum. 

Tiger er í 25. sæti eftir fyrsta hring, á pari. Hann fékk fjóra fugla, tvo skolla og svo skrambann á fyrstu holu. Rory McIlroy lék best allra eða á átta höggum undir pari. 

Hér að neðan má sjá vandræðin hjá Tiger á fyrstu holunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert