Tiger verður sæmdur orðu

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætli að sæma kylfinginn Tiger Woods orðu, þeirri hæstu sem óbreyttum borgurum í Bandaríkjunum getur hlotnast hjá þarlendum stjórnvöldum. 

Um er að ræða orðu sem kallast Presidential Medal of Freedom og er líklega nokkuð svipuð íslensku Fálkaorðunni. Forsetinn á hverjum tíma getur heiðrað fólk sem þótt hefur skara fram úr í íþróttum eða listum eða látið til sín taka í bandarísku þjóðlífi. 

mbl.is