Valdís aftur á þremur yfir - Haraldur í 29. sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir lék annan hringinn á Jabra-mót­inu í Frakklandi á 74 höggum í dag eða á þremur höggum yfir pari vallarins.

Valdís Þóra er því á samtals sex höggum yfir pari en hún lék fyrsta hringinn í gær einnig á 74 höggum en mótið er hluti af LET Access- og LET-mótaröðunum.

Valdís fékk fimm fugla á hringnum í dag og átta skolla. Hún er sem stendur í 51. sæti ásamt fleiri kylfingum en eins og staðan er núna er niðurskurðurinn miðaður við sex högg yfir pari.

Staðan á mótinu

Haraldur Franklín Magnús var í eldlínunni á þriðja og síðasta hringnum á Elis­efarm Open-mót­inu í Frakklandi í dag. Haraldur lék lokahringinn á tveimur höggum yfir pari og lauk keppni á einu höggi yfir pari. Hann fékk einn örn, tvo fugla og þrjá skolla og einn þrefaldan skolla. Haraldur endaði í 29. sæti.

Lokastaðan

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert