Ólafía á þremur yfir á fyrsta hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var rétt í þessu að ljúka leik á fyrsta hringnum á Shoprite LPGA Classic mótinu í New Jersey í Bandaríkjunum en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía lék hringinn í dag á 74 höggum eða þremur höggum yfir pari. Á fyrri níu holunum fékk hún einn skolla og einn tvöfaldan skolla og á seinni níu holunum fékk hún einn fugl og einn skolla. Þegar þetta er skrifað er hún í 108.-118. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag.

Pornanong Phatlum frá Taílandi er besta skor dagsins en hún lék hringinn á 63 höggum eða á átta höggum undir pari.

Þetta er þriðja mótið í röð á LPGA-mótaröðinni hjá Ólafíu en hún er með takmarkaðan þátttökurétt eftir að hafa misst fullan keppnisrétt á síðasta tímabili.

Staðan á mótinu

mbl.is