McIlroy kominn upp í þriðja sæti

Rory McIlroy smellir kossi á bikarinn sem hann fékk fyrir …
Rory McIlroy smellir kossi á bikarinn sem hann fékk fyrir sigurinn á opna kanadíska meistaramótinu. AFP

N-Írinn Rory McIlroy fór upp um eitt sæti á heimslistanum í golfi eftir magnaðan sigur á opna kanadíska meistaramótinu sem lauk um helgina.

McIlroy er í þriðja sæti á heimslistanum á eftir Bandaríkjamönnunum Brooks Koepa og Dustin Johnson. Koepa hefur verið í toppsæti heimslistans síðustu 13 vikurnar.

Englendingurinn Justin Rose er í fjórða sæti á listanum og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er í fimmta sætinu.

Allir þessir kappar verða í eldlínunni síðar í vikunni en á fimmtudaginn hefst opna bandaríska meistaramótið, US Open, sem fram fer á Pebble Beach-vellinum í Kaliforníu.

Sjá allan heimslistann

mbl.is