Holmes með forystu eftir fyrsta dag

J.B. Holmes er efstur eftir fyrsta hring.
J.B. Holmes er efstur eftir fyrsta hring. AFP

Bandaríkjamaðurinn J.B. Holmes er í forystu eftir fyrsta hring á The Open á Royal Portrush-vell­in­um á Norður-Írlandi. Holmes lék á fimm höggum undir pari í dag og er með eins höggs forystu á Shane Lowrry frá Írlandi. 

Holmes fékk skolla á fyrstu holu, en lék síðustu 17 holurnar á sex höggum undir pari, stöðugt og gott golf. þrettán kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og þar á meðal nokkrar stjörnur. 

Sergio Garcia, Tommy Fleetwood, Brooks Koepka, Lee Westwood og Tiny Finau eru á meðal þeirra sem léku á þremur höggum undir pari. Justin Rose lék á tveimur höggum undir pari og Henrik Stenson á einu höggi undir pari. 

Francesco Molinari, sigurvegarinn frá því í fyrra, er í 95. sæti á þremur höggum yfir pari. Kylfingar á borð við Phil Mickelson, Tiger Woods og Rory McIlroy náðu sér alls ekki á strik á hringnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert