Guðmundur Ágúst sigraði á Nesinu

Guðmundur Ágúst á Seltjarnarnesi í dag.
Guðmundur Ágúst á Seltjarnarnesi í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í góðgerðamótinu Einvíginu á Nesinu á Nesvellinum í dag. Mótið var afar sterkt í ár en Barnaspítali Hringsins naut góðs af. 

Löng hefð er fyrir mótinu sem er með óvenjulegu fyrirkomulagi. Tíu kylfingar eru saman í ráshópi og leika 9 holur. Einn fellur úr keppni á hverri holu þar til tveir eru eftir á lokaholunni.

Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 2. sæti. Hér er hann …
Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 2. sæti. Hér er hann ásamt Íslandsmeistaranum Axel Bóassyni og Haraldi Franklín Magnús á Nesvellinum í dag. mbl.is/Arnþór

Var það Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem fór alla leið ásamt Guðmundi. Heimamaðurinn Nökkvi Gunnarsson hafnaði í 3. sæti. 

Eftirtaldir féllu úr keppni í þessari röð: 

1. hola: Ragnhildur Sigurðardóttir GR

2. hola: Guðrún Brá Björgvinsdóttir Keili

3. hola: Ólafur Björn Loftsson GKG

4. hola: Haraldur Franklín Magnús GR

5. hola: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR

6. hola: Axel Bóasson Keili

7. hola: Björgvin Sigurbergsson Keili

8. hola:  Nökkvi Gunnarsson Nesklúbbnum

9. hola: Birgir Leifur Hafþórsson GKG

Kylfingarnir stilltu sér upp í hópmyndatöku áður en keppnin hófst. …
Kylfingarnir stilltu sér upp í hópmyndatöku áður en keppnin hófst. Frá vinstri: Ólafía, Ragnhildur, Nökkvi, Guðmundur Ágúst, Axel, Haraldur, Birgir, Guðrún Brá, Ólafur og Björgvin. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert