Guðrún Brá Íslandsmeistari annað árið í röð

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson með verðlaunagripi sína ...
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson með verðlaunagripi sína eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í golfi 2019. Ljósmynd/seth@golf.is

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr GK, vann öruggan sigur á Íslandsmótinu í höggleik sem var að ljúka á Grafarholtsvelli í Reykjavík.

Guðrún Brá hefur þar með landað Íslandsmeistaratitlinum tvö ár í röð en hún vann mótið í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum í fyrra.

Guðrún var efst fyrir lokahringinn í dag, fjórum höggum á undan Sögu Traustadóttur úr GR. Guðrún jók forskotið á lokahringnum, þrátt fyrir að það hafi verið hennar sísti hringur en hún lék hann á einu höggi yfir pari. Samtals lék hún hringina fjóra á þremur höggum undir pari.

Saga varð í 2. sæti á 4 höggum yfir pari, sjö höggum á eftir Guðrúnu, og Nína Björk Geirsdóttir í 3. sæti á 6 höggum yfir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir varði Íslandsmeistaratitil sinn.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir varði Íslandsmeistaratitil sinn. Ljósmynd/seth@golf.is
mbl.is