Guðrún og Berglind keppa á Englandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Arnþór Birkisson

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Berglind Björnsdóttir verða báðar á meðal þátttakenda á WPGA International Challenge-mótinu, en það er hluti af LET-Access-mótaröðinni. 

Mótið fer fram í Stoke á Englandi og hefst á morgun og stendur til laugardags. Guðrún og Berglind hafa nýtt keppnisrétt sinn á mótaröðinni vel og spilað á flestum mótum tímabilsins. 

Guðrún er í 58. sæti á stigalistanum og Berglind í 174. sæti. Fimm efstu sæti stigalistans gefa þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og sæti 6-20 gefur þátttökurétt á lokaúrtökumótið fyrir mótaröðina. 

mbl.is