Tiger upp um fjögur sæti á heimslistanum

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods lyfti sér upp um fjögur sæti á heimslistanum í golfi eftir sigurinn á  ZOZO-mót­inu í Japan í nótt þar sem hann fagnaði sínum 82. sigri á PGA-móti og jafnaði þar með met Sam Snead.

Tiger er kominn upp í 6. sæti á heimlistanum en í desember árið 2017 var hann í 1.199 sæti á listanum.

Tíu efstu menn á heimslistanum:

1. Bruce Koepka, Bandaríkjunum
2. Rory McIlroy, N-Írlandi
3. Dustin Johnson, Bandaríkjunum
4. Justin Thomas, Bandaríkjunum
5. Jon Rahm, Spáni
6. Tiger Woods, Bandaríkjunum
7. Patrick Cantlay, Bandaríkjunum
8. Justin Rose, Englandi
9. Xander Schauffele, Bandaríkjunum
10. Bryson DeChambeu, Bandaríkjunum

Sjá heimslistann í heild sinni

mbl.is