Fataðist flugið í Suður-Afríku

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

At­vinnukylf­ing­ur­inn og Íslands­meist­ar­inn Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son lék á 73 höggum, einu höggi yfir pari, á þriðja hring á RAM Cape Town Open-mót­inu í Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu í Suður-Afr­íku í dag.

Guðmundur er samtals á einu höggi undir pari eftir þrjá hringi. Hann lék fyrsta hringinn á 76 höggum og átti svo stórgóðan hring í gær og lék á 66 höggum. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun. 

Íslenski kylfingurinn er í 61. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Daniel van Tonder frá Suður-Afríku er í toppsætinu á 14 höggum undir pari. 

mbl.is