Valdís er einu höggi frá efsta sætinu

Valdís Þóra Jónsdóttir er á Westlake-vellinum í Suður-Afríku.
Valdís Þóra Jónsdóttir er á Westlake-vellinum í Suður-Afríku. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir er hálfnuð á þriðja hringnum á South African Women's Open-golfmótinu í Höfðaborg og hefur gengið mjög vel í morgun.

Hún hóf keppni í morgun í 7.-8. sæti á tveimur höggum undir pari eftir tvo fyrstu hringina og hefur nú bætt um betur. Eftir að hafa lokið fyrri níu holunum í dag er Valdís aðeins einu höggi á eftir þeim efstu, er komin í 4.-7. sætið á fjórum höggum undir pari.

Hún lék þessar níu holur á 34 höggum, tveimur undir pari, með því að fá tvo fugla og leika sjö holur á pari.

Í þremur efstu sætunum sem stendur eru Alice Hewson frá Englandi, Lucrezia Rosso frá Ítalíu og Olivia Cowan frá Þýskalandi á fimm höggum undir pari. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert