Atvinnukylfingurinn með eins höggs forskot

Haraldur Franklín Magnús er í forystu á Akranesi.
Haraldur Franklín Magnús er í forystu á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

At­vinnukylf­ing­ur­inn Har­ald­ur Frank­lín Magnús er með eins höggs forskot á Hákon Örn Magnússon eftir annan hring af þremur á B59 Hotel-mót­inu í golfi sem fram fer á Leyn­is­velli á Akra­nesi. Um er að ræða fyrsta mót árs­ins á golf­mótaröð Golf­sam­bands Íslands á ár­inu 2020.

Haraldur lék á 68 höggum í dag, fjórum höggum undir pari, og er á samtals níu höggum undir pari. Fékk hann fimm fugla og aðeins einn skolla á holunum átján. Hákon Örn lék á 69 höggum í dag og fékk fjóra fugla og einn skolla. 

Hlynur Bergsson kemur næstur á eftir á sex höggum undir pari. Í fjórða sæti eru atvinnukylfingurinn Axel Bóasson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson á fimm höggum undir pari. Axel lék manna best í dag, eða á 66 höggum, og fékk fimm fugla og einn örn. 

Heildarstöðuna má nálgast hér. 

mbl.is