Fyrsta risamótið leikið án áhorfenda

Brooks Koepka stefnir á að vinna PGA-meistaramótið þriðja árið í …
Brooks Koepka stefnir á að vinna PGA-meistaramótið þriðja árið í röð. Hann mun hins vegar gera það án áhorfenda til að hvetja hann til dáða. AFP

Fyrsta risamót ársins í golfi, PGA-meistaramótið, mun fara fram án áhorfenda á Harding Park vellinum í San Francisco í Bandaríkjunum en þessi ákvörðun var tekin vegna kórónuveirufaraldursins sem herjar á heimsbyggðina.

Mótið átti upprunalega að fara fram í síðasta mánuði en nú stendur til að keppa 6. til 9. ágúst. Forráðamenn PGA og yfirvöld í Kaliforníu tóku þessa ákvörðun saman og var hún staðfest í gærkvöldi. Kylfingurinn Brooks Koepka hefur unnið mótið tvö ár í röð og stefnir að því að verða sá fyrsti í sögunni sem vinnur meistaramótið þrjú ár í röð.

mbl.is