Bjargaði pari á ótrúlegan hátt

Bae Sang-moon
Bae Sang-moon AFP

Bae Sang-moon fór illa af stað á opna 3M-mótinu á PGA mótaröðinni sem hófst í gær en bjargaði sér þó heldur betur fyrir horn á einni holunni. Hann lék fyrsta hringinn á 75 höggum, fjórum yfir pari, og er jafn í 146. sæti eftir fyrsta daginn.

Þó slíkur árangur sé ekki sérlega merkilegur komst Sang-moon á forsíðurnar fyrir ótrúlega lokaholu, um 550 metra löng par fimm hola. Hann sló upphafshöggið sitt í vatn, tók víti og reyndi aftur. Ekki gekk það þó upp, hann sló aftur í vatnið og þurfti að taka enn eitt vítið. Hann þurfti því að slá sitt fimmta högg verandi enn þá um 230 metra frá holunni.

Það högg var hins vegar ótrúlegt, Sang-moon sló beint ofan í holuna og bjargaði þar með ótrúlegu pari en þetta er lengsta högg sem slegið er ofan í fyrir pari frá upphafi á PGA-mótaröðinni. Fyrir átti Steve Bowditch metið, sló rúma 160 metra fyrir pari árið 2011.

mbl.is