Íslandsmeistari þriðja árið í röð

Guðrún Brá Björgvinsdóttir veifar til áhorfenda eftir að sigurinn var …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir veifar til áhorfenda eftir að sigurinn var í höfn. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili varð í dag Íslandsmeistari í golfi eftir umspil gegn Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. 

Þær léku 10., 11. og 18. holu í umspilinu og Ragnhildur gerði mistök á 11. holunni. Sló hún auk þess vinstra megin við flötina á 18. holunni og þar sló Guðrún inn á flöt. Þar með voru úrslitin ráðin. 

Ragnhildur tók forystuna í mótinu á öðrum keppnisdegi og hélt henni þar til á 72. holu þegar Guðrún jafnaði við hana. Vonbrigðin eru því væntanlega mikil fyrir Ragnhildi sem ekki hefur orðið Íslandsmeistari. 

Léku þær holurnar 72 í mótinu á höggi yfir pari samtals. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafnaði í þriðja sæti. 

mbl.is