Íslandsmeistarinn í 14. sæti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 14. sæti á Flumser­berg Ladies Open-mót­inu í Sviss. Er mótið hluti af LET Access-mótaröðinni. 

Guðrún lék þriðja og síðasta hringinn í gær á 72 höggum, á pari. Fékk Guðrún þrjá fugla og þrjá skolla á holunum átján. 

Guðrún lék fyrsta hringinn á 69 höggum og var í toppbaráttu framan af. Hún fór hins vegar niður listann á tveimur síðustu dögunum og endar að lokum í 14. sæti. 

Sanna Nuutinen frá Finnlandi og Stina Resen frá Noregi mættust í bráðabana um sigurinn og þar hafði sú finnska betur. 

Guðrún fékk 740 evrur fyrir árangurinn, rúmar 100.000 krónur. 

mbl.is