Íslandsmeistarinn kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar

Bjarki Pétursson fagnar sigri í dag í Mosfellsbænum.
Bjarki Pétursson fagnar sigri í dag í Mosfellsbænum. Ljósmynd/GSÍ

Bjarki Pétursson, Íslandsmeistari í golfi, var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2020. 

Bjarki sigraði á Íslandsmótinu sem haldið var í Mosfellsbæ að þessu sinni og gerði það með glæsibrag en Bjarki lék holurnar 72 á samtals þrettán höggum undir pari sem er mótsmet. 

Kristín Þórhallsdóttir, margfaldur methafi í kraftlyftingum, hafnaði í 2. sæti í kjörinu og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfuknattleikskona í 3. sæti. Hún er í liði Skallagríms sem varð bikarmeistari og vann einnig Meistarakeppni KKÍ. 

Skessuhornið greinir frá úrslitunum í kjörinu. 

mbl.is