Sá besti ætlar ekki á Ólympíuleikana

Dustin Johnson er efstur á heimslistanum.
Dustin Johnson er efstur á heimslistanum. AFP

Atvinnukylfingurinn Dustin Johnson, sem situr í efsta sæti heimslistans í golfi, ætlar ekki að taka þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar.

Banda­ríkjamaður­inn er einn besti golfari heims í dag, enda efstur á heimslistanum, og þá vann hann Masters-stórmótið í vetur á PGA-mótaröðinni sem kylfingurinn vill einbeita sér að. „Þetta væri mikið ferðalag á tíma þar sem ég vil einbeita mér að PGA-mótaröðinni,“ er haft eftir Johnson á heimasíðu mótaraðarinnar.

Ólympíuleikarnir fara fram aðeins viku á eftir Opna meistaramótinu og viku á undan Ryder Cup þar sem bestu kylfingar Bandaríkjanna og Evrópu mætast. Sem stendur verða þeir Justin Thomas, Collin Morikawa, Xander Schauffele og Patrick Cantlay fulltrúar Bandaríkjanna í Tókýó í sumar.

mbl.is