Guðmundur Ágúst sigraði á Nesinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson á Seltjarnarnesi í dag.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson á Seltjarnarnesi í dag. mbl.is/Sigurdur Unnar Ragnarsson

Guðmundur Ágúst Kristjánsson bar sigur úr býtum á Einvíginu á Nesinu eftir baráttu við Ragnhildi Kristinsdóttur á lokaholunni.

Mótið er árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og hófu ellefu kylfingar leik í dag; Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Birgir Leifur Hafþórsson, Bjarni Þór Lúðvíksson, Björgvin Sigurbergsson, Björgvin Þorsteinsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Karlotta Einarsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir.

Fyrrverandi Íslandsmeistarinn Birgir Leifur datt úr leik á fyrstu braut, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir á þeirri annarri og á þeirri þriðju féllu Björgvin Þorsteinsson og Bjarni Þór Lúðvíksson úr leik.

Á eftir þeim féllu Karlotta Einarsdóttir, Björgvin Sigurbergsson, Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Axel Bóasson. Því stóðu aðeins tveir kylfingar eftir; Guðmundur Ágúst og Ragnhildur og Ragnhildur Kristinsdóttir.

Guðmundur fékk fugl á lokaholunni en Ragnhildur missti af góðu tækifæri til að jafna hann þegar henni brást bogalistin úr fínu púttfæri.

Birgir Leifur Hafþórsson var á meðal kylfinga á Nesinu.
Birgir Leifur Hafþórsson var á meðal kylfinga á Nesinu. mbl.is/Sigurdur Unnar Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert