Í ágætum málum í Kristianstad

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í ágætum málum að loknum fyrsta hringnum á Opna Creekhouse mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem hófst í Kristianstad í Svíþjóð í gær. 

Guðrún lék á 73 höggum og er á höggi yfir pari vallarins. Er hún í 26. - 40. sæti og á því ágæta möguleika á að komast í gegnum niðurskurð keppenda eftir tvo keppnisdaga ef hún leikur vel í dag. 

Hringurinn var nokkuð líflegur hjá Guðrúnu sem fékk fjóra fugla, fjóra skolla og ellefu pör. Ef til vill mætti segja að Guðrún eigi eitthvað inni því hún fékk engan fugl á par 5 holum vallarins sem er óvenjulegt í þessum gæðaflokki. Fékk hún tvö pör og tvo skolla á par 5 holunum fjórum. 

Guðrún hafnaði í 38. sæti á móti á Evrópumótaröðinni í síðustu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert