Ragnhildur fór á kostum í Bandaríkjunum

Ragnhildur Kristinsdóttir spilaði frábælega í Columbia í Bandaríkjunum.
Ragnhildur Kristinsdóttir spilaði frábælega í Columbia í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Kylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, stóð uppi sem sigurvegari á Missouri's Johnie Imes-háskólamótinu í Columbia í Bandaríkjunum í gær.

Ragnhildur tryggði sér sigur á mótinu á lokabrautinni þegar hún vippaði snyrtilega ofan í holuna og bætti um leið skólametið hjá Eastern Kentucky-liðinu á 54 holu höggleiksmóti. 

Íslenski kylfingurinn gerði sér lítið fyrir og lék 54 holur á 12 höggum undir pari en hún lék síðustu 9 holur mótsins á 6 höggum undir pari.

Ragnhildur hafði betur gegn Söruh Bell ír Oral Roberts-háskólanum sem lék á 11 höggum undir pari en Ragnhildur lék hringja þrjá á 204 höggum og bætti skólamet Eastern Kentucky um fimm högg.

„Frammistaða Ragnhildar á lokahringnum var ein besta frammistaða sem ég hef séð á golfvellinum,“ sagði Mandy Moore, yfirþjálfari golfdeildar Easter Kentucky-háskólans.

mbl.is