Guðrún komst í gegnum niðurskurðinn

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Tristan Jones/LET

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, komst í gegnum niðurskurðinn á Austr­ali­an Women’s Classic-mót­inu í golfi sem fer fram um þessar mundir í Ástralíu.

Guðrún Brá lék annan hring sinn í fyrrinótt á 78 höggum eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 73 höggum. Þegar hún hafði lokið öðrum hring áttu fjöldi kylfinga eftir að klára annan hring og þurfti Guðrún Brá því að bíða um stund eftir því að fá að vita hvort hún kæmist áfram.

Hún er í 59. til 66. sæti eftir tvo hringi, sjö höggum yfir pari, en 74 kylfingar komust í gegnum niðurskurðinn og munu leika þriðja hringinn.

Þriðji hringurinn verður leikinn seint í kvöld og í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert