Guðrún nældi í albatross

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/seth@golf.is

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili í Hafnarfirði, átti fínan þriðja hring á Women‘s NSW Open-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í Ástralíu í nótt.

Guðrún lék hringinn á 72 höggum eða á parinu og fór upp um eitt sæti og upp í 34. sæti þar sem hún er ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Guðrún fékk fjóra skolla og einn fugl á 17 fyrstu holunum en lauk leik á 18. holu með glæsilegum albatross er hún sló golfkúluna ofan í af 200 metra færi og bætti stöðu sína til muna.

Maja Stark frá Svíþjóð er efst á 13 höggum undir pari en lokahringurinn verður leikinn í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert