Erfitt hjá Axel en Bjarki upp töfluna

Bjarki Pétursson átti góðan hring.
Bjarki Pétursson átti góðan hring. Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson náði ekki að fylgja eftir glæsilegri frammistöðu gærdagsins er hann lék þriðja og síðasta hringinn sinn á Barncancerfonden Open-mótinu á Nordic Golf-mótaröðinni í dag. Leikið var í Laholm í Svíþjóð. 

Axel var um tíma í efsta sæti eftir glæsilegan annan hring í gær er hann lék á 64 höggum. Axel fataðist hinsvegar flugið í dag því hann lék þriðja og síðasta hringinn á 73 höggum, þremur höggum yfir pari, og lýkur leik í 30. sæti á samtals fjórum höggum undir pari.

Bjarki Pétursson átti hinsvegar góðan þriðja hring í dag og lék á 68 höggum, tveimur höggum undir pari, og fór upp um fimm sæti fyrir vikið og m.a. upp fyrir Axel og upp í 24. sæti. Hann lék á samanlagt fimm höggum undir pari.

Daninn Nicolai Tinning fagnaði sigri eftir æsispennandi keppni við landa sinn Sebastian Friedrichsen þar sem úrslitin réðust á lokaholunni. Tinning lék á 16 höggum undir pari og Friedrichsen 15 undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert