Góður hringur var ekki nóg

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið á þremur mótum á Evrópumótaröðinni …
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið á þremur mótum á Evrópumótaröðinni síðustu vikur. Ljósmynd/Kristján Ágústsson

Góður hringur Guðmundar Ágúst Kristjánssonar í dag nægði ekki til að hann kæmist í gegnum niðurskurðinn á Opna Máritíus mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi.

Guðmundur lék fyrsta hringinn í gær á 78 höggum, sex yfir pari, og var með neðstu mönnum að honum loknum. Hann rétti verulega sinn hlut í dag og lék á 70 höggum, tveimur undir pari.

Þar með var hann samtals á fjórum höggum yfir pari eftir tvo hringi og endar í 104.-112. sæti af 156 keppendum. Til að komast í gegnum niðurskurð hefði hann þurft að vera samtals á pari en því náðu 70 kylfingar.

Mótið fer fram á afrísku eyjunni Máritíus sem er í Indlandshafi, austan við Madagaskar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert