Glæsileg spilamennska á Spáni

Bjarki Pétursson varð Íslandsmeistari árið 2020.
Bjarki Pétursson varð Íslandsmeistari árið 2020. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Bjarki Pétursson átti afar góðu gengi að fagna á Lo Romero Open-mótinu á Spáni. Mótið er hluti af European Pro Golf Tour-mótaröðinni.

Bjarki gerði sér lítið fyrir og hafnaði í fjórða sæti, 12 höggum undir pari. Var hann aðeins einu höggi frá toppsætinu, því þeir Patrick Keeling, Darren Howie og Jonathan Caldwell voru efstir og jafnir á 13 höggum undir pari.

Borgnesingurinn varð Íslandsmeistari árið 2020 og hefur reynt fyrir sér erlendis með fínum árangri.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert