Þorbergur sá fjórði besti í Svíþjóð

Þorbergur Aðalsteinsson segir hér leikmönnum Víkings til fyrir fáeinum árum …
Þorbergur Aðalsteinsson segir hér leikmönnum Víkings til fyrir fáeinum árum þegar hann þjálfaði liðið. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þorbergur Aðalsteinsson er talinn vera fjórði besti útlendingurinn frá upphafi sem leikið hefur í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik samkvæmt lista yfir 30 bestu útlendingana sem Aftonbladet fékk nokkra handboltasérfræðinga til þess að setja saman.Tveir aðrir íslenskir handknattleiksmenn eru á þessum lista. 

Sigurður Valur Sveinsson, leikmaður Olympia, veturinn 1978 til 1979 er í er í 14. sæti og Gunnar Steinn Jónsson, leikstjórnandi Drott, frá 2009-2012 og núverandi leikmaður Gummersbach er 23. sæti. 

Rúmenska stórskyttan, Cristian Zaharia, sem lék með Drott frá 1990 til 1993 er talinn besti erlendi leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni frá upphafi. Svartfellingurinn Zoran Roganovic sem nú leikur með Lugi, er í öðru sæti og serbneski markvörðurinn Veroljub Kosovac, leikmaður Kristianstad, frá 1986 til 1994 hafnaði í þriðja sæti. 

Þorbergur, sem síðar varð landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik karla, lék með Saab frá 1985 til 1990 auk þess að vera þjálfari liðsins síðustu árin. Hann setti sterkan svip sinn á sænska handknattleik á þessum árum og átti stóran þátt í velgengni Saab. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert