7. bikarmeistaratitill Stjörnunnar (myndir)

Það var mikill fögnuður hjá leikmönnum Stjörnunnar þegar þeir tóku við bikarnum eftir sigurinn á Gróttu í úrslitaleik Coca Cola bikarkeppni kvenna í handknattleik í Laugardalshöllinni í dag.

Þetta var sjöundi bikarmeistaratitill Stjörnunnar og sá fyrsti frá árinu 2009 en Grótta hampaði bikarnum í fyrsta sinn í fyrra.

mbl.is