Fimm íslensk mörk í öruggum sigri

Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk í kvöld.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk í kvöld. mbl.is/Golli

Kristianstad vann öruggan 30:24-sigur á Helsingborg á heimavelli sínum í sænsku A-deildinni handknattleik í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk og Gunnar Steinn Jónsson tvö fyrir Kristianstad en Ólafur Guðmundsson komst ekki á blað. 

Kristianstad hefur farið mjög vel af stað í deildinni og er liðið á toppnum með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. 

mbl.is