FH fer vel af stað

Ingibjörg Pálmadóttir skoraði níu mörk í dag.
Ingibjörg Pálmadóttir skoraði níu mörk í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

FH hefur unnið báða leiki sína til þessa í Grill 66 deild kvenna í handknattleik. FH hafði betur gegn ungmennaliði Fram í dag, 28:24. Ingibjörg Pálmadóttir skoraði níu mörk fyrir FH og Fanney Þóra Þórsdóttir var með sjö. 

Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir var markahæst í liði Fram með 11 mörk og Ingunn Lilja Bergsdóttir skoraði fimm. Ungmennalið Fram hefur tapað báðum leikjum sínum í deildinni til þessa. 

Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 9, Fanney Þóra Þórsdóttir 7, Arndís Sara Þórsdóttir 4, Birna Íris Helgadóttir 3, Embla Jónsdóttir 3, Diljá Sigurðardóttir 1, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1.

Mörk Fram U: Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir 11, Ingunn Lilja Bergsdóttir 5, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 3, Svala Júlía Gunnarsdóttir 2, Guðlaug Einarsdóttir 1, Svandís Bríet Bjarnadóttir 1, Guðrún Katrín Viktorsdóttir 1. 

mbl.is