Má afhenda gullið strax?

Þórir Hergeirsson fagnar marki lærimeyja sinna.
Þórir Hergeirsson fagnar marki lærimeyja sinna. AFP

Lærimeyjar Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu í handbolta byrjuðu titilvörn sína vel á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi um helgina.

Noregur vann öruggan sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik, 30:22, og rúllaði svo yfir Argentínu í gær, 36:21, eftir að hafa verið 18:13 yfir í hálfleik. Kunnar kempur voru áberandi í þessum fyrstu leikjum en Heidi Löke var markahæst gegn Argentínu með sjö mörk úr sjö skotum og Nora Mörk markahæst gegn Ungverjum, einnig með sjö mörk.

Þórir stýrði Noregi til heimsmeistaratitilsins í Danmörku fyrir tveimur árum og kollegi hans hjá ungverska landsliðinu, Daninn Kim Rasmussen, setti alla pressuna á Þóri og hans leikmenn þegar hann sagði norska liðið einfaldlega í algjörum sérflokki á mótinu. Hann sagðist við norsku sjónvarpsstöðina TV2 eiginlega geta krýnt Noreg meistara nú þegar:

„Já, ég neyðist eiginlega til þess, jafnvel þó að Þórir Hergeirsson verði ekki ánægður með það. Í augnablikinu er það þannig að allir virðast geta unnið alla, Túnis tók til að mynda stig gegn Brasilíu, en það er eitt lið sem sker sig úr og það er Noregur, sem vinnur flestalla leiki. Svoleiðis er það bara. Ef við ætlum að komast á sama stað og þær þurfum við að leggja meira á okkur. En aðrir leikir eru 50/50-leikir,“ sagði Rasmussen.

Sjá allt um HM kvenna í handbolta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert