Sannfærandi sigur Selfyssinga

Teitur Örn Einarsson mætir Fram ásamt félögum sínum í Selfossi …
Teitur Örn Einarsson mætir Fram ásamt félögum sínum í Selfossi í kvöld. Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

Selfyssingar unnu mjög öruggan sigur á Fram í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur á Selfossi urðu 36:29.

Heimamenn voru frábærir í fyrri hálfleiknum og leiddu í leikhléi, 19:11. Seinni hálfleikurinn var jafnari, en það var bara formsatriði fyrir Selfyssinga að klára hann. Leikurinn var nokkuð losaralegur á köflum en heilt yfir góð skemmtun og fínt veganesti fyrir þá vínrauðu inn í fríið.

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga í kvöld með 8 mörk og Haukur Þrastarson skoraði 6. Helgi Hlynsson átti góðan leik í markinu með 17/2 skot varin. Matthías Daðason var markahæstur hjá Fram með 9 mörk en hann skoraði þau öll á síðustu ellefu mínútum leiksins. Valtýr Hákonarson varði 8 skot í marki Fram og Viktor Gísli Hallgrímsson 7.

Selfoss 36:29 Fram opna loka
60. mín. Selfoss tapar boltanum
mbl.is