Liðsfélagi Guðjóns og Alexanders úr leik

Gedeon Guardiola fagnar með Spáni á EM.
Gedeon Guardiola fagnar með Spáni á EM. AFP

Þýska meistaraliðið í handknattleik, Rhein-Neckar Löwen, varð fyrir áfalli í dag eftir að í ljós kom að einn þeirra besti leikmaður spilar ekki meira á tímabilinu.

Línumaðurinn Gedeon Guardiola er á leið í aðgerð vegna meiðsla og mun Löwen, með þá Guðjón Val Sigurðsson og Alexander Petersson innanborðs, þurfa að endurskipuleggja vörn sína í kjölfarið. Guardiola, sem vann gull með Spáni á Evrópumótinu í Króatíu í síðasta mánuði, er lykilmaður í vörn Ljónanna.

Löwen hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og þá er liðið með eins stigs forskot á toppnum í þýsku 1. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert