Sigvaldi minnti vel á sig eftir tíðindin

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk í kvöld.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk í kvöld. Ljósmynd/Ole Nielsen

Sigvaldi Guðjónsson fór mikinn fyrir Århus þegar liðið vann Ribe-Esbjerg 30:26 í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Í gær var tilkynnt að Sigvaldi hefði samið við norska meistaraliðið Elverum frá og með næsta sumri og hann ætlar ekkert að gefa eftir á lokametrunum með Århus. Hann skoraði fimm mörk fyrir liðið og var næstmarkahæstur í kvöld, en staðan í hálfleik var 17:15.

Hvorki Ómar Ingi Magnússon né Róbert Gunnarsson komust á blað fyrir Århus í kvöld, en liðið er í 6. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir 20 leiki. Skjern er á toppnum með 33 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert